Ljósm. úr safni/ glh.

97 smit í gær

Alls greindust 97 Covid-19 smit innanlands í gær, þremur fleiri en í fyrradag þegar þau voru 94 talsins. Af þeim 97 sem greindust í gær voru 56 í sóttkví við greiningu, eða rúmur helmingur. Alls eru 24 á sjúkrahúsi með Covid-19 sjúkdóminn og þar af þrír á gjörgæslu. Á landsvísu eru 915 manns í einangrun með Covid-19 og 3.920 manns eru í sóttkví.

Nýgengi smita hér á landi er nú 213, en nýgengi er fjöldi smita á hverja hundrað þúsund íbúa. Í gær var það 198,8 og hækkar það því nokkuð milli daga. Mest var nýgengi smita í apríl þegar það náði 267.

Líkar þetta

Fleiri fréttir