Birta tölur að nýju og loka lögreglustöðvunum

Mikill erill hefur verið hjá lögreglu undanfarna viku vegna uppgangs Covid-19 faraldursins. Eins og kunnugt er hafa smit greinst á nokkrum stöðum í landshlutanum og víða um Vesturland hefur fólk þurft að sæta sóttkví og einangrun vegna faraldursins. Vegna þessa hyggst Lögreglan á Vesturlandi ætla að fara að birta tölur með yfirliti yfir smit í landshlutanum að nýju, eins og gert var þegar faraldurinn stóð sem hæst síðasta vor. Þá liggur fyrir að öllum lögreglustöðvum landshlutans verði lokað vegna faraldursins, eins og gert var í vor.

Líkar þetta

Fleiri fréttir