Kristín Þórhallsdóttir tryggði sér fyrsta sæti í sínum flokki á Íslandsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum um helgina. Ljósm. úr safni

Vestlendingar gerðu góða hluti í klassískum kraftlyftingum

Íslandsmeistaramót í klassískum kraftlyftingum fór fram í Njarðvík um helgina. Þar kepptu fyrir hönd Kraftlyftingafélags Akraness þau Alexander Örn Kárason, Helgi Arnar Jónsson og Kristín Þórhallsdóttir auk þess sem Borgnesingurinn Alexandrea Rán Guðnýjardóttir keppti fyrir Breiðablik. Vestlendingum gekk öllum vel á mótinu en Alexander Örn keppti í opnum flokki karla undir 93 kg og lyfti þar 220 kg í hnébeygju, 187,5 kg í bekkpressu og 230 kg í réttstöðulyftu, sem tryggði honum fyrsta sæti í sínum flokki. Helgi Arnar keppti í hópi ungmenna undir 83 kg. Hann hafði upp 212,5 kg í hnébeygju, 120 kg í bekkpressu og 251 kg í réttstöðulyftu. Kristín keppti í opnum flokki kvenna undir 84 kg og í hnébeygjunni náði hún upp 200 kg, 105 kg fóru upp hjá henni í bekkpressu og 205 kg í réttstöðulyftu og tryggði hún sér þannig fyrsta sæti í sínum flokki og bætti sig í öllum greinum. Alexandrea gerði einnig góða hluti á mótinu og varð önnur í sínum flokki, hópi ungmenna undir 57 kg. Hún bætti persónulegt met í bekkpressu um 7,5 kg þegar hún lyfti 90 kg.

Líkar þetta

Fleiri fréttir