Aldís Birna Róbertsdóttir og Stefán Karl Sævarsson sigruðu Álmanninn. Ljósm. ki

Aldís og Stefán fyrst í mark í Álmanninum

Keppt var í Álmanninum 2020 á Akranesi í gærkvöldi og þau Aldís Birna Róbertsdóttir og Stefán Karl Sævarsson fögnuðu sigri í einstaklingskeppni. Í liðakeppni bar liðið Hrepparar sigur úr býtum. Álmaðurinn er þríþraut þar sem keppt er í hjólreiðum, fjallahlaupi og sjósundi. Hjóluðu keppendur af stað frá íþróttahúsinu við Jaðarsbakka að Akrafjalli. Þá hlupu þau upp á Háahnjúk og niður aftur og hjóluðu niður að Langasandi. Þar tók við 400 metra sund í sjónum.

Í kvennaflokki sigraði Aldís Birna Róbertsdóttir á tímanum 1:12,51 sekúnda, sem er bæting um rúmlega 9 mínútur frá síðasta móti en Aldís var einnig fyrst í mark í Álmanninum í fyrra. Þá kom Anna Cacilia Inghammar önnur í mark á tímanum 1:21,31 sek. og þriðja var Sigrún Matthíasdóttir á 1:24,28 sekúndum.

Í karlaflokki var Stefán Karl Sævarsson var fyrstur í mark í karlaflokki á tímanum 1:01,13 sekúndur sem er nýtt brautarmet. Mikil barátta var um annað sætið en Viðar Þorsteinsson hafði betur og kom í mark á 1:06,84 sek og á eftir honum kom Ingvar Hjartarson á tímanum 1:06,84 sekúndur.

Í liðakeppninni skipta þrír með sér verkum, einn hjólar, annar hleypur og sá þriðji syndir. Það var liðið Hrepparar sem tóku fyrsta sætið á tímanum 1:07,36 sekúndur, sem var nýtt brautarmet. Annað sætið hreppti Sundfélag Akraness á tímanum 1:09,58 sek. og þá var liðið Alpha Females þiðja liðið í mark á tímanum 1:10,08 sekúndum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Kerlingarfjöll friðlýst

Í dag var undirrituð friðlýsing Kerlingarfjalla og nærliggjandi svæða, alls um 344 ferkílómetrar. Friðlýsingunni var fagnað við hálendismiðstöðina í Ásgarði... Lesa meira