Hafþór Júlíus Björnsson afhendir Ara Gunnarssyni Vestfjarðavíkingi 2018 sigurlaunin. Ljósm. úr safni/ sm

Vestfjarðavíkingurinn í Dölum og á Snæfellsnesi

Um næstu helgi etja kappi sterkustu menn landsins í keppninni um Vestfjarðavíkinginn 2020. Keppni hefst laugardaginn 4. júlí við Auðarskóla í Búðardal kl. 12 þar sem keppt verður í réttstöðulyftu og steinatökum. Þá er ferðinni heitið á Hellissand þar sem reynt verður við risa handlóð við Sjóminjasafnið kl. 18. Á sunnudeginum byrjar keppnin á bíladrætti við Pakkhúsið í Ólafsvík kl. 12. Þá verður haldið að túninu við gömlu kirkjuna í Stykkishólmi kl. 17 þar sem keppt verður í að kasta yfir vegg og í blandaðri grein við hafnarvogina.

Líkar þetta

Fleiri fréttir