Brynjólfur Ottesen, bóndi á Ytra-Hólmi. Ljósm. kgk.

Sláttur hafinn á Ytra-Hólmi

Brynjólfur Ottesen, bóndi á Ytra-Hólmi í Hvalfjarðarsveit, var líklega með fyrstu bændum til að hefja slátt á Vesturlandi þetta sumarið. Hann festi sláttuvélina aftan í traktorinn í gær og hóf að fella gras á jörðinni. Hann ætlar þó ekki að halda slætti áfram í bili, kvaðst bara hafa verið að hreinsa aðeins í kringum bæinn, enda sprettan ekki ýkja mikil enn sem komið er. Enn er lambfé í túnum á Ytra-Hólmi, en Brynjólfur reiknar með að ám og afkvæmum þeirra verði til fjalls um og eftir miðjan mánuðinn. Hann á síðan von á að hefja heyskap af fullum krafti í kringum mánaðamótin og kveðst bjartsýnn á gott heyskaparsumar.

Hann þarf enda nokkuð af heyi til að fóðra ærnar, en á Ytra-Hólmi eru um sex hundruð fjár. Ytra-Hólmsbændur þurfa þó ekki að kvíða því að verða heylausir, eiga enn töluverðan afgang frá síðasta sumri, sem var bændum einstaklega hagfellt til heyskapar víðast hvar á landinu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira