Mesta fjölgun á Vesturlandi var í Snæfellsbæ. Hér er svipmynd frá Ólafsvík. Ljósm. mm.

Íbúum á Vesturlandi fækkaði um tvo á hálfu ári

Þjóðskrá hefur nú birt íbúafjölda í sveitarfélögum landsins 1. júní 2020. Ef íbúafjöldi nú er borinn saman við fjölda 1. desember síðastliðinn kemur í ljós að íbúum á Vesturlandi hefur fækkað um tvo á þessu sex mánaða tímabili, eru nú 16.666 talsins. Íbúum hefur fjölgað á Akranesi (7), Hvalfjarðarsveit (5), Grundarfirði (1), Eyja- og Miklaholtshreppi (4), Snæfellsbæ (16) og Dalabyggð(3). Þeim hefur hins vegar fækkað á þessu tímabili í Skorradalshreppi, Borgarbyggð, Helgafellssveit og Stykkishólmi. Mest fækkar í Borgarbyggð um 22 íbúa og Stykkishólmi um 14.

Líkar þetta

Fleiri fréttir