Breski matvælarisinn Morrisons kaupir tæknibúnað frá Skaganum 3X

Morrisons er ein stærsta verslana- og matvælavinnslukeðja Bretlands með yfir 550 verslanir. Hún er jaframt leiðandi framleiðandi á fiski og öðru sjávarfangi til breskra neytenda. Morrisons hefur nú fest kaup á kælitæknibúnaði frá Skaganum 3X og verður fyrsta fyrirtækið til að nýta tæknina á Bretlandsmarkaði. Auk kælibúnaðar kaupir Morrison uppþíðingarkerfi fyrir frystar afurðir og lausn sem vinnur m.a. marning og sundmagahryggi. Heildar söluverð búnaðarins er um 300 milljónir króna og verður hann settur upp í starfsstöð Morrisons í Grimby. Kælikerfið er hannað og þróað af Skaganum 3X og notar sérhæfða tækni sem viðheldur upprunalegum gæðum afurðar og eykur sömuleiðis geymsluþol. Fiskurinn er kældur niður í mínus eina gráðu. Ávinningurinn eru stífari fiskflök til vinnslu án frumuskemmda vegna ískristallamyndunar og þannig lengist geymsluþol afurða.

Líkar þetta

Fleiri fréttir