Kristófer Bjarnason var fyrsti viðskiptavinur Skagafisks. Ljósm. arg.

Fiskbúðin Skagafiskur var opnuð í morgun

Fiskbúðin Skagafiskur var formlega opnuð við Kirkjubraut 40 á Akranesi klukkan ellefu í morgun. Margir lögðu leið sína í búðina við opnun og strax var nóg að gera. Í borðinu er mikið úrval af bæði ferskum fiski og fiskréttum auk þess sem hægt var að kaupa tilbúið meðlæti. Sjómaðurinn Kristófer Bjarnason var fyrsti viðskiptavinurinn í Skagafiski.

Úrvalið í borðinu við opnun.

Hjónin Pétur Ingason og Jónheiður Gunnbjörnsdóttir opnuðu Skagafisk á Akranesi. Á milli þeirra á myndinn er sonur þeirra, Björgvin Ingi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir