Efstu í kvennaflokki án forgjafar. Ljósm. gha.

Aðventumót púttara í Borgarbyggð

Hið árlega aðventumót  púttara í Borgarbyggð fór fram 17. desember síðastliðinn í Eyjunni í Brákarey. Til leiks mættu ellefu konur og þrettán karlar. Keppt var með og án forgjafar. Konurnar voru í feikna stuði þennan dag og skildu karlana hreinlega eftir. Guðrún Helga Andresdóttir vann kvennaflokkinn án forgjafar á 56 höggum. Önnur varð Anna Ólafsdóttir á 57 höggum og Lilja Ósk Ólafsdóttir þriðja með 60 högg, en Ásdís B. Geirdal var fjórða á sama höggafjölda. Ingimundur Ingimundarson varð efstur í karlaflokki án forgjafar á 60 höggum. Annar var Magnús E. Magnússon á 61 höggi og þriðji Jón Þór Jónasson einnig á 61 höggi. Heba Magnúsdóttir var fyrst kvenna með forgjöf með 57 högg. Önnur var Rannveig Lind Egilsdóttir einnig með 57 högg og þriðja Hugrún Björk Þorkelsdóttir með 57 högg, en Ásdís B. Geirdal varð fjórða með sama höggafjölda. Efstur karla með forgjöf varð Valur Thoroddsen á 53 höggum. Annar var Ágúst M. Haraldsson á 58 höggum og þriðji Guðmundur Auðunn Arason á 59 höggum.

Pútthópirinn æfði vel á árinu 2019 en skráðar æfingar voru 90 talsins, en margir tóku auk þess aukaæfingar. Hópurinn sýndu verulegar framfarir og  árangur ársins var með besta móti. Á næstunni mun púttastaðan í Eyjunni batna mjög því leggja á púttgras teppi á völlinn og breytir það aðstöðunni mjög til batnaðar. Í sumar fer Landsmót UMFÍ 50+ fram í Borgarnesi og búast má við mörgum þátttakendum í þessari grein.

Líkar þetta

Fleiri fréttir