Garnaveiki greindist í Húnavatnshreppi

Rétt fyrir jól var garnaveiki staðfest í kind á bænum Reykjum í Húnavatnshreppi. Garnaveiki hefur greinst í sauðfé á tveimur öðrum bæjum í Húna- og Skagahólfi síðastliðin tíu ár. Garnaveiki er ólæknandi smitsjúkdómur í jórturdýrum, en með bólusetningu er hægt að verja sauðfé og geitur fyrir sjúkdómnum og halda smitálagi í lágmarki. Á bæjum sem garnaveiki greinist á gilda ýmsar takmarkanir sem lúta að því að hindra smitdreifingu, segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. Tilfellið uppgötvaðist eftir að bóndi, í samráði við dýralækni, lét héraðsdýralækni Matvælastofnunar vita. Kindin, sem var rúmlega fimm vetra, sýndi einkenni sjúkdómsins og var aflífuð. Sýni voru tekin og send til greiningar á Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum. Þau reyndust jákvæð m.t.t. garnaveiki. Einnig voru sýni tekin til rannsóknar á riðuveiki en þau voru neikvæð.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira