Lækka hámarkshraða í þéttbýli

Að fengnum tillögum frá Snæfellsbæ hefur Lögreglustjórinn á Vesturlandi ákveðið að hraðamörk í þéttbýli bæjarfélagsins verði 30 km/klst. Er þetta í samræmi við ný umferðarlög sem taka gildi á áramótum, en þar er m.a. kveðið á um að hámarksökuhraða skuli tilgreina í heilum tug, að undanskildum hámarkshraðanum 15 km/klst.

Hraðamörk verða óbreytt á Útnesvegi í gegnum Hellissand og á Ennis- og Ólafsbraut í gegnum Ólafsvík. „Starfsmenn Snæfellsbæjar munu á næstu dögum setja upp ný umferðarmerki sem gefa til kynna breytt hraðamörk,“ segir á vef bæjarfélagsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir