Frá afhendingu flyglanna í grunn- og tónlistarskólanum á Hellissandi. Ljósm. Snæfellsbær.

Tónlistarfélagið færði gjafir

Tónlistarfélag Neshrepps utan Ennis gaf Snæfellsbæ veglega gjöf síðastliðinn föstudag. Tónlistarfélagið færði bænum tvo flygla, sem staðsettir verða í grunn- og tónlistarskólanum á Hellissandi. Bæjarstjóri, aðstoðarskólastjóri grunnskóla og kjörnir fulltrúar tóku á móti hljómþýðum gjöfum tónlistarfélagsins. Bæjarstjóri nýtti tækifærið og þakkaði tónlistarfélaginu kærlega fyrir höfðinglegar gjafir. „Hrósaði hann einnig þeim stórhug sem tónlistarfélagið sýndi með kaupum á flyglunum seint á síðustu öld, en þeir hafa verið ómetanlegir í tónlistarkennslu hér í bæ frá fyrsta degi og verða það áfram,“ segir í frétt um málið á Facebook-síðu Snæfellsbæjar.

Auk þess færði tónlistarfélagið sóknarnefnd Ingjaldshóslkirkju veglega peningagjöf sem vafalítið mun nýtast til góðra verka í framtíðinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira