Appelsínugul viðvörun á morgun

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir mest allt landið á morgun. Spáð er norðaustan og síðan norðan rok og jafnvel ofsaveður 23-30 m/s við Breiðafjörð frá hádegi á morgun og fram á miðvikudag. Á Faxaflóasvæðinu er útlit fyrir norðan rok 20-28 m/s. Líkur eru á snjókomu og skafrenningi með vindinum og skyggni og færð gæti því versnað hratt. Það má gera ráð fyrir víðtækum samgöngutruflunum og lokunum á vegum. Ekkert ferðaveður verður á meðan viðvörunin er í gildi og fólk er beðið um að fylgjast vel með veðurspám og að tryggja lausamuni til að koma í veg fyrir foktjón.

Líkar þetta

Fleiri fréttir