Óhapp í umferðinni

Umferðaróhapp varð í morgun um hálf átta leytið á gatnamótum Vesturlandsvegar og Grundartangavegar í Hvalfjarðarsveit. Bíl var ekið í veg fyrir annan, með þeim afleiðingum að þeir skullu saman. Engin slys urðu á fólki, en ökumaður annarrar bifreiðarinnar var þó fluttur á HVE til skoðunar. Bílarnir eru töluvert skemmdir eftir áreksturinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir