Bjarki á leið á lokaúrtökumót

Borgnesingurinn Bjarki Pétursson tryggði sér í gær þátttökurétt á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðar karla í golfi. Bjarki komst inn á mótið eftir mikla baráttu á annars stigs úrtökumóti sem haldið var á Spáni. Bjarki var á fjórum höggum yfir pari eftir fyrstu tvo keppnisdaga mótsins, en lék seinni tvo hringina á níu undir pari við mjög erfiðar aðstæður, en tíu sinnum þurfti að fresta leik um helgina vegna veðurs. Besti hringur Bjarka var lokahringurinn, sem hann fór á sex höggum undir pari. Hann endaði að lokum í 8. sæti mótsins og tryggði sér þar með keppnisrétt á lokaúrtökumótinu, sem fer fram dagana 15.-20. nóvember, einnig á Spáni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Unglingalandsmóti frestað

Framkvæmdarnefnd Unglingalandsmóts UMFÍ í samráði við sóttvarnarlæknir og Almannavarnir hafa ákveðið að fresta mótinu sem fara átti fram á Selfossi... Lesa meira

Ýmiskonar ferðamáti

Nýliðin helgi var líklega einhver stærsta ferðahelgi í langan tíma á Snæfellsnesi enda veðurspáin hagstæð og því mikið af ferðalöngum... Lesa meira