Ráðherrarnir Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir kynntu átak stjórnvalda.

Styrkjum úthlutað til uppsetningar hraðhleðslustöðva

Orkusjóður hefur úthlutað styrkjum að upphæð 227 milljónum króna til uppsetningar 43 nýrra hraðhleðslustöðva vítt og breitt um landið. Nýju stöðvarnar verða þrisvar sinnum aflmeiri en öflugustu stöðvarnar sem fyrir eru hérlendis og eiga að stuðla að hindrunarlausum ferðum rafbíla milli landshluta. Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum.

Stöðvarnar tilheyra nýrri kynslóð hraðhleðslustöðva en um er að ræða 150kW hleðslustöðvar. Öflugustu stöðvarnar hafa hingað til verið 50kW og flestar eru 22kW. Gert er ráð fyrir a.m.k. helmings mótframlagi framkvæmdaraðila og nemur heildarfjárfesting verkefnanna því 450 milljónum króna hið minnsta. Meðal þeirra staða sem fá nú styrki til uppsetningar 150kW hraðhleðslustöðva eru Borgarnes, Vegamót á Snæfellsnesi, Ólafsvík, Stykkishólmur, Búðardalur og Bjarkalundur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Búist við afgangi frá rekstri

Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar var til síðari umræðu í sveitarstjórn á fundi hennar 26. september síðastliðinn. Áætlað er að rekstrarafgangur samstæðu A... Lesa meira

Óbreyttir stýrivextir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á miðvikudag að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, jafnan... Lesa meira