Norræn bókmenntavika á Akranesi

Norræn bókmenntavika er verkefni á vegum Sambands Norrænu félaganna sem leitast við að efla lestrargleði og breiða út norrænar bókmenntir á Norðurlöndunum og í nágrannalöndum.

Vikan á Akranesi hefst mánudaginn 11. nóvember og að venju verður Rökkurstund – upplestur fyrir fullorðna á Bókasafni Akraness. Dagskráin hefst kl 18:00. Jónína Erna Arnardóttir skólastjóri Tónlistarskólans les úr bókinni Gestaboð Babette eftir Karen Blixen. Þá kynnir Hjördís Hjartardóttir, formaður Norræna félagsins á Akranesi vinabæjamótið sem verður á næsta ári í Västervik í Svíþjóð.

Rökkurstundin er sameiginlegt verkefni Norræna félagsins á Akranesi og Bókasafns Akraness og eru allir velkomnir. Að lokinni dagskrá verður boðið upp á kaffi og kleinur.

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir