Hér er verið að hífa stálþilin upp úr flutningaskipinu Hohe Bank við Norðurgarð. Ljósm. tfk.

Uppskipun stálþilja í Grundarfjarðarhöfn

Flutningaskipið Hohe Bank lagði að bryggju í Grundarfjarðarhöfn seinnipartinn í gær. Farmurinn samanstendur af stálþiljum sem nota á í hafnarframkvæmdirnar sem senn fara að hefjast. Starfsmenn Borgarverks eru byrjaðir að vinna í námunni við Gröf þaðan sem stórgrýti verður flutt í höfnina og eftir að þessum farmi hefur verið skipað upp verður hægt að hefjast handa við að slá niður stálþilin í nýju viðbótina á Norðurgarði.

Unnið við námuna við Gröf.

Líkar þetta

Fleiri fréttir