
Nýjar íbúðir á markað á Akranesi
Íbúðir í þremur nýjum fjölbýlishúsum á Akranesi voru settar í sölu í síðustu viku. Um er að ræða samtals 37 íbúðir í húsunum að Asparskógum 29, Dalbraut 4 og Stillholti 21.
Íbúðirnar eru frá 73 fermetrum upp í 190 fermetrar að stærð, tveggja til fjögurra herbergja. Verðið er á bilinu 39 milljónir og upp í tæpar 86 milljónir króna. Öll fjölbýlishúsin sem um ræðir eru nýbyggingar.