Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, Rúnar Aðabjörn Pétursson, formaður USAH, Hjörleifur K. Hjörleifsson, formaður HSH og Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK. Ljósm. UMFÍ.

HSH fékk hvatningarverðlaun UMFÍ

Þrír sambandsaðilar Ungmennafélags Íslands voru heiðraðir með hvatningarverðlaunum UMFÍ á sambandsþingi sem haldið var um helgina á Laugarbakka í Miðfirði.

Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH) fékk hvatningarverðlaun fyrir að stuðla að auknu samstarfi meðal aðildarfélaga og fyrir að ná vel til barna af erlendum uppruna.

Ungmennasamaband Kjalarnesþings hlaut hvatningarverðlaun fyrir reiðskóla Hestamannafélagsins Harðar fyrir fatlaða og fólk með þroskahömlun og Ungmennsamband Austur-Húnvetninga fékk verðlaunin fyrir frumkvöðlastarf og verkefni fyrir eldri borgara.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira