Þrjár efstu sveitir með verðlaunagripi sína. Ljósm. fj.

Skagamenn Vesturlandsmeistarar í boccia

Vesturlandsmót í boccía fór fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi síðastliðinn laugardag. Til leik mættu að þessu sinni aðeins tólf sveitir; ein kom frá Hvammstanga, ein frá Borgarbyggð, fjórar frá Aftanskini í Stykkishólmi, en heimamenn voru fjölmennir og tefldu sex sveitum fram. „Ljóst er að félög eldri borgara í Stykkishólmi og á Akranesi ná vel til félaga sinna og á þessum stöðum er boccíaíþróttin stunduð af kappi,“ sagði Flemming Jessen yfirdómara sem jafnframt var mótsstjóri ásamt Þorvaldi Valgarðssyni.

Þótt mótið væri fámennt var góð stemning og skemmtu þátttakendur sér ágætlega. Keppt var í þremur riðlum, fjórar sveitir í hverjum riðli. Eftir riðlakeppnina stóðu þrjár sveitir sem sigurvegarar og háðu þær síðan keppni sín á milli um sæmdarheitið Vesturlandsmeistari 2019 í boccia.

Úrslit urðu þessi:

  1. sæti: FEBAN 2; Edda Elíasdóttir, Stefán Lárus Pálsson og Þórhallur Björnsson.
  2. sæti: FEBAN 1; Böðvar Jóhannesson, Eiríkur Hervarsson og Hilmar Björnsson.
  3. sæti: FEBAN 3; Björg Loftsdóttir, Böðvar Þorvaldsson og Sigurlaug Árnadóttir.
Líkar þetta

Fleiri fréttir