
Skólamálaþing snæfellskra skólastofnana
Miðvikudaginn 2. október var starfsdagur í flestum skólum á Snæfellsnesi. Þá var skólamálaþing snæfellskra skólastofnana haldið á Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Mjög góð mæting var á þingið en undirskrift þess var „líðan og samskipti í skólastarfi“. Eyþór Eðvarðsson hjá Þekkingarmiðlun var með fyrirlestur um hamingju, móral, vinnugleði og helvíti á vinnustöðum en þar var farið yfir samskipti. Sigurborg Kr. Hannesdóttir stýrði svo umræðum um líðan og samskipti í skólastarfi. Aðferðin sem notuð var í umræðum kallast Opið rými eða Open Space Technology þar sem þátttakendur geta stungið upp á umræðuefnum sem síðan eru rædd í smærri hópum.