Ronja Ræningjadóttir og félagar hennar í fullum skrúða. Það ævintýri hreppti annað sætið að mati dómnefndar fyrir stórskemmtilega framkomu og leikþátt. Ljósm. Skessuhorn/hh

Ævintýraleg árshátíð HVE

Árshátíð Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi var haldin síðastliðinn laugardag. Í tilefni hennar var deginum áður blásið til keppni meðal starfsfólks um best skreyttu deildina. Í ár voru ævintýri þema keppninnar. Hún fór þannig fram að fulltrúi hverrar deildar dró eitt ævintýri og skreyttu starfsmenn síðan sínar deildir eftir því þema. Ævintýrin voru Hans og Gréta, Mjallhvít, Þyrnirós, Frozen, Nemó, Strumparnir, Harrý Potter, Lísa í Undralandi, Konungur ljónanna, Mary Poppins og Ronja Ræningjadóttir. Fengnir voru fjórir utanaðkomandi til að dæma keppnina og heimsóttu þeir allar deildir fyrir hádegi á föstudaginn. Dómnefndin var skipuð þeim Tinnu Grímarsdóttur, Hrafnhildi Harðardóttur, Samúel Þorsteinssyni og Stefni Erni Sigmarssyni.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir