Gönguferð um Borgarnes á Alþjóðadegi arkitektúrs

Í tilefni af Alþjóðlegum degi arkitektúrs mánudaginn 7. október nk. ætlar Arkitektafélag Íslands að bjóða upp á fimm ólíkar göngur fyrir unga sem aldna um arkitektúr. Farnar verða þrjár göngur í Reykjavík og ein í Garðabæ en sú fimmta verður um Helgugötu og Skúlagötu í Borgarnesi frá klukkan 17:30 til 18:30. Sigursteinn Sigurðsson arkitekt mun leiða gönguna og fasteignir eftir nafntogaða arkitekta skoðaðar; þá Halldór H. Jónsson, Sigvalda Thordarson og Guðjón Samúelsson. Gangan hefst við Helgugötu 13.

Líkar þetta

Fleiri fréttir