Halda minningu Arndísar Höllu á lofti

Arndís Halla Jóhannesdóttir, markþjálfi, þroskaþjálfi og möguleikari, fæddist 8. september 1976. Hún lést 2. febrúar 2018, 41 árs að aldri eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein. Arndís Halla bjó lengst af á Akranesi, en einnig í Stykkishólmi á unglingsárum sínum. Hún lét eftir sig stóran hóp ættingja og vina; eiginmann, tvær dætur, foreldra, systkini og stóran frændgarð. Átta mánuðum eftir andlát hennar fæðist fyrsta barnabarn hennar og Eyjólfs Rúnars Stefánssonar. Sú litla var skírð Arndís Lilja og á hún einmitt árs afmæli í dag, 2. október. Í tilefni Bleiks október, árvekniátaks krabbameinsfélaganna, minnumst við Arndísar Höllu í Skessuhorni sem kom út í dag. Fjölskyldan hefur haldið minningu hennar á lofti. Meðal annars hafa nokkrir fjölskyldumeðlimir látið setja á sig húðflúr, til minningar um Arndísi Höllu. Á þessum húðflúrum er meðal annars bleika slaufan, nafn hennar og tileinkun í fyrirlestra sem Arndís Halla hélt í veikindum sínum, en þeim lýsti hún opinskátt.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir