Orkuveitan fjárfestir fyrir 102 milljarða

Fjárhagsspá Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið kynnt. Þar kemur m.a. fram að næstu sex árin verði 102 milljörðum króna varið í viðhalds- og nýfjárfestingar á vegum samstæðunnar, sem nær auk móðurfyrirtækisins til Veitna, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur. Fjárhagsspá samstæðu OR fyrir árabilið 2020-2025 var samþykkt af stjórn OR síðastliðinn mánudag og fer til umfjöllunar sem hluti af fjárhagsáætlun samstæðu Reykjavíkurborgar. „Fjárhagur Orkuveitu Reykjavíkur er traustur og engra stórra breytinga að vænta í tekjum eða gjöldum á næstu árum samkvæmt spánni. Allsherjaruppfærsla á orkumælum Veitna er stærsta einstaka fjárfestingarverkefnið á tímabilinu en einnig er gert ráð fyrir byggingu nýrrar aðveitustöðvar rafmagns sem getur þjónað farþegaskipum í Sundahöfn,“ segir í tilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir