Eldur kom upp í hesthúsi

Eldur kom upp í hesthúsi við Eskiholt í Borgarhreppi í morgun. Búið var að slökkva eldinn þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn. Útlit er fyrir að kviknað hafi í út frá blásara. Engar skepnur voru í húsinu þegar eldsins varð vart, þar sem verið er að vinna að endurbótum á því. Ekki varð heldur mikið eignatjón vegna brunans, að sögn lögreglu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir