Með hvellhettur á heimilinu

Ökumaður var stöðvaður við Olís í Borgarnesi á mánudag, grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Að sögn lögreglu kom í ljós að sá grunur var á rökum reistur. Maðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöðina. Hann heimilaði leit í bíl sínum og heimili. Við þá leit fannst ætlað amfetamín og e-töflur. Á heimili mannsins fundust hvellhettur sem að sögn lögreglu geta verið stórhættulegar. Þær innihalda örlítið magn af sprengiefni enda notaðar til að vekja upp sprengiefni eins og dínamít. „Þær geta tekið af manni handarbak eða fingur ef maður heldur á þeim þegar þær springa. Einnig er hætta á að fá flísar í augun,“ segir Ásmundur Kr. Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Skessuhorn. Hvers vegna maðurinn hafði hvellhettur á heimili sínu er ekki vitað. Málið er til rannsóknar. Á þriðjudaginn í síðustu viku var annar maður stöðvaður grunaður um fíkniefnaakstur á sama stað, við Olís í Borgarnesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira