Fyrsta óhappið sem rekja má til hálku

Tvennt var í bílaleigubíl sem lenti utan vegar og á hvolfi fyrir hádegi í dag á Snæfellsnesvegi milli bæjanna Stóru-Þúfu og Grafar í Eyja- og Miklaholtshreppi. Ekki urðu alvarleg slys á fólkinu, en það var engu að síður flutt undir læknishendur til skoðunar. Sjúkraflutningamenn frá Grundarfirði, sem voru í sjúkraflutningi, komu að slysstað og aðstoðuðu fólkið þar til aðrir viðbragðsaðilar komu á staðinn. Slydda og snjókrap hafði sest á veginn og var staðbundin ísing á veginum þar sem óhappið varð. Líklega er þetta fyrsta óhappið sem rekja má til hálku í landshlutanum þetta haustið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir