Frá undirskrift samnings. F.v. Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks, Gísli Karel Halldórsson frá Verkís og Gunnlaugur Júlíusson sveitarstjóri. Ljósm. Borgarbyggð.

Samið um gatnagerð í Bjargslandi

Í sumar bauð Borgarbyggð út gatnagerð í Bjargslandi í Borgarnesi. Tilboð voru opnuð 22. ágúst síðastliðinn. Eitt tilboð barst og var ákveðið að ganga til samninga við Borgarverk ehf. á forsendum þess. Framkvæmdirnar hefjast í haust og áætlað að þeim verði lokið 1. desember næstkomandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir