Tvær bílveltur í síðustu viku

Bílvelta varð í nágrenni Búðardals þriðjudaginn 13. ágúst. Ökumaður bifreiðarinnar og tveir farþegar voru fluttir með sjúkrabíl á heilsugæsluna í Búðardal. Allir reyndust ómeiddir en fundu fyrir einhverjum eymslum.

Á mánudaginn valt bíll á Grímsstaðavegi í Borgarbyggð. Fimm voru í bílnum, hjón og þrjú börn þeirra; 14 mánaða, 13 ára og 14 ára. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum, fór út af veginum þar sem bíllinn valt. Ökumaðurinn var fluttur á heilsugæsluna í Borgarnesi. Hann reyndist vera með skurði á höndum en aðrir sluppu með skrámur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir