Bjarki Pétursson, kylfingur úr Borgarnesi.

Styrktarmót Bjarka á sunnudaginn

Styrktarmót Borgnesingsins og kylfingsins Bjarka Péturssonar verður haldið á Hamarsvelli í Borgarnesi næstkomandi sunnudag kl. 9:00. Bjarki útskrifaðist á dögunum úr Kent State háskólanum í Bandaríkjunum eftir fjögurra ára nám þar sem hann lék golf með liði skólans. Styrktarmótið er haldið nú fyrir komandi átök haustsins, en hann keppir á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í september og nóvember.

Fyrirkomulag styrktarmótsins á sunnudag er fjögurra manna Texas Scramble, þar sem samanlögð forgjöf allra í liðinu er deilt í fimm. Forgjöfin verður þó aldrei vera hærri en lægsta forgjöf í hverju holli.

Sigurlið mótsins fær gistingu í einanótt í svítunni á Hótel B59 í Borgarnesi ásamt þriggja rétta kvöldverði. Nándarverðlaun verða veitt á 2. braut og þar má vinna vikudvöl í nýrri íbúð á spáni. Á sömu braut verður fólki einnig gefinn kostur á að kaupa annað högg og slá þar af leiðandi tvo bolta.

Andvirði verðlauna mótsins nemur samanlagt meira en einni miljón króna, að því er fram kemur á Facebook-síðu Bjarka. „Ég setti mér það markmið fyrir mótið að nánast allir sem spila í mótinu fá mótsgjaldið til baka í formi vinninga og veitinga og var því markmiði náð. Því fer enginn tómhentur heim úr mótinu og fá allir keppendur verðlaun. Að loknu móti verður glæsilegt hádegishlaðborð á B59.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir