Ljósm. úr safni/sá.

Snæfell ekki öruggt í úrslitakeppnina

Þarf að treysta á hagstæð úrslit í leik morgundagsins

 

Snæfellingar máttu játa sig sigraða í lokaleik riðlakeppni 4. deildar karla í knattspyrnu þegar þeir mættu Hvíta riddaranum á útivelli á fimmtudagskvöld. Leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.

Gunnar Andri Pétursson kom Hvíta riddaranum yfir á 21. mínútu leiksins og fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik. Það var raunar ekki fyrr en seint í leiknum að annað mark leit dagsins ljós, þegar Leó Örn Þrastarson jafnaði fyrir Snæfell á 83. mínútu leiksins. Það var síðan Birgir Freyr Ragnarsson sem tryggði heimamönnum sigur á 87. mínútu.

Snæfell er í 2. sæti B riðils með 34 stig, tveimur stigum á undan Kormáki/Hvöt sem á leik til góða. Haldi Snæfellingar 2. sætinu komast þeir í úrslitakeppni þar sem leikið er um sæti í 3. deild að ári. Þeir þurfa hins vegar að treysta á hagstæð úrslit úr leik Kormáks/Hvatar og Úlfanna á laugardag. Kormákur/Hvöt þarf að sigra þann leik til að komast í úrslitakeppninna. Jafntefli eða tap þýðir að Snæfell fer í úrslitakeppnina og myndi þá mæta liði Bjarnarins í fyrstu umferð.

Líkar þetta

Fleiri fréttir