Tómas Ingi, Hermann og Styrmir Þór með prýðilega gæsaveiði. Myndin er úr safni Skessuhorns.

Gæsaveiðin hófst á miðnætti

Gæsaveiði var heimil frá og með miðnætti aðfararnótt 20. ágúst en tímabilið stendur til 15. mars næstkomand. Gildir það bæði um veiðar á grágæs og heiðargæs. Margir skotveiðimenn hafa beðið gæsaveiðitímabilsins með eftirvæntingu og dæmi um að menn hafi haldið til veiða þegar klukkan sló miðnætti og verið við veiðar í nótt. Að jafnaði stunda milli þrjú- og fjögurþúsund manns gæsaveiðar á haustin, að því er fram kemur á vef RÚV. Þar er haft eftir Áka Ármanni Jónssyni, formanni Skotveiðifélags Íslands, að allt að 40-45 þúsund grágæsir séu veiddar á hverju hausti, en á bilinu 10 til 15 þúsund heiðargæsir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir