Innlegg hækkar um 10% milli ára

Frá því var greint hér á vefnum í síðustu viku að vegið landsmeðaltal sex af sjö afurðastöðvum sem taka dilka til slátrunar í haust hafi verið 429 krónur. Nú hefur Fjallalamb gefið út sitt verð, síðast afurðastöðva, en auk þess tilkynnti Norðlenska um hækkun á áður birtri verðskrá sinni og hækkar reiknað meðalverð fyrirtækisins úr 432 kr/kg í 445 kr/kg. Vegið landsmeðaltal er nú 444 kr/kg, en var 401 króna í síðustu sláturtíð. Hækkunin er því um 10% milli ára. Verð fyrir dilkakjöt er lægst hjá Fjallalambi 432 kr/kg en hæst er það 455 kr/kg kíló hjá Sláturfélagi Suðurlands.

Líkar þetta

Fleiri fréttir