Hyggjast kortleggja matarsóun hér á landi

Umhverfisstofnun hefur afráðið að hrinda af stað ítarlegri rannsókn á umfangi matarsóunar á Íslandi. Í þessari viku verður byrjað að hringja út til ríflega eitt þúsund heimila sem lenda í slembiúrtaki og heimilisfólk beðið að taka þátt í rannsókninni. Þátttakendur verða beðnir að vigta mat og matarúrgang sem fer til spillis á heimilinu í eina viku og skrá inn í gagnagátt sem vistuð er á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Síðar verður hringt í fyrirtæki, einnig samkvæmt slembivali. Gallup sér um úthringingarnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir