Sjálfboðaliðahópur sumarsins ásamt Jóni Ásgeiri Jónssyni og Gunnari Haukssyni, en á myndina vantar Vagn Ingólfsson þar sem hann er myndasmiðurinn. Frá vinstri: Dario Fernandez Santos, Jón Ásgeir Jónsson, Sandra Czubak, Andrea Giovanni, Narfi Hjartarson, Claudio Fiore, Kasie Kirkpatrick og Gunnar Hauksson.

Skógræktarfélag Ólafsvíkur í Réttarskógi

Félagsmenn í Skógræktarfélagi Ólafsvíkur hafa í mörg ár unnið gott starf í uppgræðslu og gróðursetningu trjáplantna í Ólafsvík. Árið 2018 var óskað eftir tillögum að nafni á skóginn þar sem hann hefur aldrei hlotið fórmlegt nafn. Á aðalfundi félagsins síðastliðinn vetur var ákveðið að skógurinn fengi nafnið Réttarskógur. Fer honum það nafn einkar vel enda umlykur hann gömlu réttina sem nú hefur verið í endurhleðslu síðustu árin.

Síðastliðin þrjú ár hafa verið gróðursettar tæplega 40.000 plöntur. Stærsti hlutinn af þeim er íslenskt birki, stafafura, sitkagreni, blágreni en einnig töluvert af reynitrjám, hrim, bergfuru og ösp. Að sögn Vagns Ingólfssonar, formanns Skógræktarfélags Ólafsvíkur, er gaman að sjá að vel hafi tekist til og að nýgræðingurinn sé í góðu standi og lofi góðu, en skógrækt tekur vissulega tíma. Vagn sagði einnig að girðingamál hefðu ekki verið í nógu góðu lagi og oft hafi sauðfé farið inn í reiti félagsins. Það sé á engan hátt nógu gott ef vel á að takast til en bæjarstarfsmenn hafi smátt og smátt verið að lagfæra girðingar og séu girðingarmálin því að færast í betra horf.

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Hart á hrossum

Matvælastofnun brýnir fyrir hrossaeigendum að koma heyi í útigangshross og huga vel að ástandi þeirra nú þegar rofað hefur til... Lesa meira