Hjónin fyrir framan matarvagninn. Ljósm. kgk.

„Öllum finnst ruslmatur góður“

Hjónin Daniel Ivánovics og Eva Helgadóttir opnuðu matarvagninn Junkyard á Akranesi í mars á þessu ári. Hefur hann frá opnun fengið afar góðar viðtökur, bæði heimamanna og gesta bæjarins. „Hugmyndina að matarvagni höfum við gengið með í maganum undanfarin átta ár eða svo,“ segja þau. „Ástæðan fyrir því að við ákváðum að opna vagn en ekki annars konar stað er ekki síst sú að það var sú fjárfesting sem við treystum okkur að leggja út fyrir,“ bæta þau við. „Við gerðumst vegan fyrir um það bil tveimur árum síðan. Alltaf höfum við verið í návígi við mat. Daniel hefur unnið í veitingageiranum í mörg ár og við eldum mikið heima. Okkur fannst góð hugmynd að opna veganvagn, því valkostirnir sem eru í boði hér á landi, sem og reyndar erlendis, eru ekki endilega í takt við tímann, þó þeir séu alltaf að verða betri. Ég lít nánast á það sem skyldu okkar að deila því sem við vitum um veganmat með öðrum,“ segir Daniel.

Sjá nánar spjall við þau hjón í Skessuhorni vikunnar.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Hart á hrossum

Matvælastofnun brýnir fyrir hrossaeigendum að koma heyi í útigangshross og huga vel að ástandi þeirra nú þegar rofað hefur til... Lesa meira