Skúli bóndi og Karl Ingi ræða málin meðan vatnið bunar. Ljósm. sm.

Neysluvatnsból að þorna upp í Dölum

Miklir þurrkar hafa einkennt veðráttuna í sumar líkt og Skessuhorn hefur ítarlega fjallað um. Afleiðingarnar eru af ýmsum toga, þ.á.m. aukin hætta á gróðureldum, vatnslitlar ár og minni uppskera hjá bændum. Hjá bændum og sumarhúsaeigendum hefur borið á því að neysluvatnsból séu að þorna upp. Á kúabúinu í Miðskógi í Dölum búa þau Skúli Hreinn Guðbjörnsson og Guðrún Ester Jónsdóttir. Þau hafa brugðið á það ráð að leita til Slökkviliðs Dalabyggðar eftir flutning á vatni til að geta sinnt daglegum rekstri kúabúsins. Á meðfylgjandi mynd eru þeir Skúli Hreinn og Karl Ingi frá Slökkviliði Dalabyggðar að dæla á vatnstankinn í Miðskógi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Hart á hrossum

Matvælastofnun brýnir fyrir hrossaeigendum að koma heyi í útigangshross og huga vel að ástandi þeirra nú þegar rofað hefur til... Lesa meira