Lásu 1760 bækur í Sumarlestrinum

Alls voru rúmlega 200 börn skráð í Sumarlesturinn á Bókasafni Akraness að þessu sinni. 150 þeirra voru virkir lesendur í sumar. „Þetta er mun meiri þátttaka en síðustu ár og erum við mjög ánægð með árangurinn,“ segir starfsfólk bókasafnsins. Alls voru lesnar 1760 bækur og blaðsíðurnar voru 114.306 talsins.

Í dag, miðvikudaginn 14. ágúst, verður lokahátíðin Húllum – hæ á Bókasafninu og hefst gleðin kl. 14.00. Gestur hátíðarinnar verður Stjörnu-Sævar, Sævar Helgi Bragason, og verður með eitthvað skemmtilegt í farteskinu. Happadrættið verður á sínum stað og verður dregið úr netinu.  Síðan fá allir hressingu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir