Íbúar hvattir til að senda inn tilnefningar vegna umhverfisviðurkenninga

Sveitarfélagið Borgarbyggð auglýsir í Skessuhorni í dag eftir tilnefningum um umhverfisviðurkenningar sveitarfélagsins 2019. Um árabil hafa verið veittar viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir og eru íbúar hvattir til að leggja lóð á vogarskálina og benda á það sem vel er gert. Veittar verða viðurkenningar í fjórum flokkum: Snyrtilegasta býlið, snyrtilegasta lóð við íbúðarhús, snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði og sérstök viðurkenning umhverfis- og landbúnaðarnefndar vegna umhverfismála. Tilnefningar sendist á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en 25. ágúst nk.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Hart á hrossum

Matvælastofnun brýnir fyrir hrossaeigendum að koma heyi í útigangshross og huga vel að ástandi þeirra nú þegar rofað hefur til... Lesa meira