Enn minnkar í Norðurá. Myndin er tekin nú um verslunarmannahelgina. Afrennsli fossins til vinstri er þurrt. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson.

Vatnsmagn í Norðurá komið niður í sögulegt lágmark

Vatnsbúskapur Norðurár í Borgarfirði er kominn niður í sögulegt lágmark. Á rennslismælinum í Stekk mældist rennslið 1,7 rúmmeter á sekúndu í gær. Til samanburðar var rennslið 3,8 rúmmetrar á fyrsta veiðidegi í ánni í byrjun júní og þótt mönnum nóg um. Rennslið var 40 rúmmetrar þegar veiði hófst rigningarsumarið 2018. Í gær hafði 241 lax komið á land úr Norðurá og er það sömuleiðis minnsta veiði í manna minnum.

Meðfylgjandi eru tvær myndir af fossinum Glanna. Efri myndin var tekin nú um verslunarmannahelgina en neðri myndin 17. júlí síðastliðinn. Þótt einungis líði rúmar tvær vikur milli mynda sést vel hversu mikið hefur dregið úr rennsli í ánni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir