Kátir krakkar á Reykhóladögum. Ljósm. kgk.

Myndasyrpa frá Reykhóladögum

Reykhóladagar voru haldnir hátíðlegir um liðna helgi, frá föstudegi til sunnudags. Gestir sem heimamenn skemmtu sér í þarabolta og kassabílarallýi, kíktu á markað í íþróttahúsinu og karnival í Hvanngarðabrekku. Hin árlega dráttarvélasýning og keppni í dráttarvélafimi var að sjálfsögðu á sínum stað sem og kvöldvaka og dansleikur, svo fátt eitt sé nefnt.

Sunnudagurinn var helgaður 200 ára minningu Jóns Thoroddsens. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og langalangafabarn skáldsins, flutti erindi um skáldsögur Jóns og gítarleikarinn Björn Thoroddsen, sem jafnframt er langalangafabarn Jóns, flutti lög við ljóð hans ásamt söngkonunni Heru Björk Þórhallsdóttur.

 

Myndasyrpu frá Reykhóladögum er að finna í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Hart á hrossum

Matvælastofnun brýnir fyrir hrossaeigendum að koma heyi í útigangshross og huga vel að ástandi þeirra nú þegar rofað hefur til... Lesa meira