Work North ehf. hefur nú lokið niðurrifi og frágangi á svæðinu. Ljósm. mm.

Niðurrif langt undir kostnaðaráætlun

Verktakafyrirtækið Work North ehf hefur nú lokið niðurrifi þeirra hluta mannvirkja Sementsverksmiðjunnar sem Akraneskaupstaður ákvað að láta rífa við Faxabraut.

Svæðið hefur nú verið sléttað og sáð í það. Greina má græna slikju þar sem fyrstu grösin eru nú að teigja sig upp úr moldu. Uppgröftur úr byggingarlóðum í nýrri hverfum bæjarins var notaður sem yfirlag á svæðinu.

Heildarkostnaður við niðurrif á reitnum verður um 290 milljónir króna, að sögn Sævars Freys Þráinssonar bæjarstjóra, en innifalið í þeirri upphæð er niðurrif strompsins, niðurrif veggja við sandþró ásamt frágangi á svæðinu en heildar kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 438 milljónir króna. Kostnaður við verkið er því langt undir upphaflegri áætlun bæjaryfirvalda.

Líkar þetta

Fleiri fréttir