Umferð á Kjalarnesi. Ljósm. úr safni.

Mótmælir ákvörðun um að breikkun Vesturlandsvegar fari í umhverfismat

Eins og kunnugt er hefur Skipulagsstofnun ákveðið að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli sæta mati á umhverfisáhrifum. Það mun eðli máls samkvæmt þýða verulegar tafir á að vegabætur geti hafist á Kjalarnesi. Halldór Jónsson, íbúi á Akranesi, skrifar kjarnmikla grein um málið í Skessuhorn í dag, þar sem hann mótmælir harðlega þessari ráðagerð. Segir hann meðal annars að eðlilis framþróun og löngu tímabær breyting á þjóðvegi, er liggur um manngerð tún og mela, skuli þurfa umhverfismat hafi ekkert með náttúruvernd eða varfærni í umhverfismálum að gera. „Ákvörðun Skipulagsstofnunar er enn eitt dæmið um sívaxandi og óskiljanlega fyrirstöðu stofnunarinnar vegna framfaramála, einkum á landsbyggðinni,  á síðustu árum. Augljóst er að stofnunin er fyrir löngu komin langt af leið,“ skrifar Halldór.

Sjá grein hans hér.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir