Anna Bjarnadóttir. Ljósm. glh.

Kennir fólki á öllum aldri lýðheilsu

Anna Bjarnadóttir íþróttafræðingur og íþróttakennari á Akranesi situr sjaldan auðum höndum. Hún stundar reglulegar göngur hingað og þangað um náttúru Íslands, sér um hreyfingu eldri borgara eða leikfimi, og reynir að fara sem mest um á hjóli eða gangandi innan bæjar á Akranesi. Það hefur alltaf blundað íþróttamaður í Önnu sem var mikið í frjálsum þegar hún var að alast upp vestur á fjörðum. Einnig spilaði hún fótbolta með strákunum þegar færi gafst, en boltaíþróttir voru hreint ekki í boði fyrir stelpur á þessum tíma í þorpinu.

Það leyndi sér ekki ástríðan hjá Önnu fyrir bættri lýðheilsu og aukinni hreyfingu almennt þegar blaðamaður hitti á hana í liðinni viku. Fékk blaðamaður að heyra um það  starf sem hún vinnur fyrir Fjölbrautaskólann á Akranesi og í þágu eldri borgara.

 

Súgfirðingur á Akranesi

Anna ólst upp á Suðureyri við sunnanverðan Súgandafjörð þar sem góðir leikfimikennarar urðu innblástur hennar til að verða sjálf íþróttakennari þegar hún yrði stór. Eftir að hafa klárað nám við Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni sótti hún aftur heim á Suðureyri um stund og kenndi krökkum íþróttir á heimaslóðum. Nokkrum árum seinna flutti Anna til Danmerkur þar sem hún sótti sér B.S. gráðu í íþróttafræðum. Flutti hún svo aftur heim til Íslands eftir námsdvölina erlendis og hélt áfram að kenna íþróttir, þá í Kópavogi.

„Ég hugsaði með mér að ég gæti gert þetta svona, starfað í einhvern tíma sem íþróttakennari í ákveðnum bæ í nokkur ár og svo flutt til næsta bæjar og starfað þar í einhvern tíma og svo framvegis. Þannig fengi ég að ferðast um landið,“ segir Anna sem hefur verið búsett á Akranesi í 20 ár. „Ég man að ég sótti um á nokkrum stöðum á sínum tíma. Þeir svöruðu fyrstir hérna á Akranesi. Ég stökk í viðtal og fékk vinnuna. Ég byrjaði haustið 1999 og keyrði á milli fyrsta árið svo flutti ég á Skagann ári seinna og hér hef ég verið síðan,“ bætir hún við.

Nánar í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir