Brúðhjónin og börnin á Valþúfu.

Lord of the rings Dalanna

Það getur verið basl að vera bóndi. Það sýndi sig þegar nýgiftur bóndinn hélt rakleiðis út á tún og í heyskap að lokinn giftingarathöfn. Eftir 40 mínútum var hann búinn að týna hringnum! Líklegast er hann nú falinn í einhverri heyrúllunni. Sæþór Sindri Kristinsson og Guðrún B. Blöndal bændur á Valþúfu í Dölum gengu í hjónaband 21. júní síðastliðinn við athöfn á heimili prestsins í Búðardal. Það var þó ekki svo að allur dagurinn fengist nýttur í brúðkaup heldur tók sveitarómantíkin völdin og dagurinn allur nýttur í heyskap með stuttu vinnuhléi til að skjótast í giftingu.

Sjá nánar sögu ungu hjónanna í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir