Jóhannes Freyr Stefánsson og Unnsteinn Elíasson sjá um endurbætur á Hlíðartúnshúsunum. Ljósm. glh.

Hlíðartúnshúsin fá andlitslyftingu

Að undanförnu hefur verið unnið við lagfæringar á gömlu Hlíðartúnshúsunum í Borgarnesi og þeim gefin verðug andlitslyfting. Hluti húsanna var í niðurníðslu og var sumum þeirra komið í skjól og í geymslu þar sem hægt var að gera þau upp. Verkefni þetta hefur á undanförnum tíu árum fengið styrk frá Húsafriðunarsjóði Minjastofnunar. Þegar blaðamaður kom við í liðinni viku voru tveir hressir menn við vinnu að gera upp hlöðuna. Þetta voru þeir Jóhannes Freyr Stefánsson húsasmiður og Unnsteinn Elíasson hleðslumaður frá Ferjubakka.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar

Líkar þetta

Fleiri fréttir