Dalsflöt fékk viðurkenningu fyrir mest skreyttu götuna á hátíðinni.

Dalsflöt mest skreytta gatan

Dagskrá hófst á hádegi við Akratorg í tilefni Írskra daga á Akranesi. Á torginu var ágætis mæting og gátu gestir hlýtt á lifandi tónlist, gætt sér á allskonar kræsingum frá fjölbreyttum matartrukkum í sólarblíðunni. Íbúar við Dalsflöt fengu viðurkenningu fyrir mest skreyttu götuna og fá í verðlaun glaðning frá verslun Einars Ólafssonar í götugrillið í kvöld.

Allskonar aðrar uppákomur verða í boði á Akratorgi alveg til klukkan 18:00 í dag ásamt því að aðrir dagskráliðir vera í gangi vítt og breytt um bæinn, þar á meðal karnival á Merkurtúni og stórtónleikar á Lopapeysusvæðinu við höfnina. Dagskrá yfir hátíðina má nálgast í nýjasta Skessuhorni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir